Á fundi samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna Borgafjarðar eystri, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, sem haldinn var þriðjudaginn 4. desember 2018, var samþykkt samhljóða að ganga til samninga við RR ráðgjöf varðandi verkefnastjórn og vinnu við stöðumat og framtíðarsýn.
Fulltrúar í samstarfsnefnd eru einnig sammála um að vinna að verkefninu undir vinnuheitinu SVEITARFÉLAGIÐ AUSTURLAND með það að markmiði að grunnþjónusta við íbúa sameinaðs sveitarfélags verði efld frá því sem nú er m.a. með þróun nútíma stjórnunarhátta og rafrænnar stjórnsýslu. Áhersla verður lögð á að virkar og öflugar starfsstöðvar verði til staðar í öllum byggðakjörnum þess, framtíðarstjórnskipulag geri ráð fyrir hverfisráðum með ákvörðunarrétt í vissum málum s.s. varðandi umhverfis- og skipulagsmál og jafnframt verði unnið að því í sameiningarferlinu að fá samþykki stjórnvalda fyrir ákveðnum samgöngubótum innan svæðisins sem munu gegna lykilhlutverki varðandi framtíðarþróun þess.
Horft er til þess að íbúar sveitarfélaganna fjögurra kjósi um sameiningu þeirra fyrir árslok 2019 og mun verða leitast við að virkja starfsmenn, íbúa og fulltrúa félagasamtaka í þeirri vinnu sem leiða mun síðan af sér tillögur að framtíðarfyrirkomulagi SVEITARFÉLAGSINS AUSTURLANDS sem kosið verður þá um.
Egilsstöðum 6. desember 2018
F.h. samstarfsnefndar
Björn Ingimarsson
Formaður samstarfsnefndar
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.