Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs þann 5. desember 2018 var staðfest tillaga íþrótta- og tómstundanefndar um hækkun gjaldskrár Íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum.
Verðskrá Íþróttamiðstöðvarinnar hefur ekki verið hækkuð í tvö ár og taldi íþrótta- og tómstundanefnd því tímabært að uppfæra hana. Til viðbótar við gjaldskrárhækkun hefur svokallað hjónakort einnig verið lagt af, en nefndin taldi þau mismuna einstaklingum eftir fjölskyldustöðu.
Eftir sem áður verður notendum Íþróttamiðstöðvarinnar boðið upp á góða þjónustu fyrir sanngjarnt verð og lögð er áhersla á að í sveitarfélaginu geti allir fundið heilbrigða hreyfingu við sitt hæfi.
Ný gjaldskrá tekur gildi 2. janúar 2019 en hana má sjá ef smellt er á slóðina hér fyrir neðan.
Gjaldskrá ÍÞE frá 2. janúar 2019.
Og það er opið í Íþróttamiðstöðinni á eftirfarandi tímum um hátíðarnar:
23. des. Þorláksmessa opið frá 10:00 til 17:00
24. desember aðfangadagur jóla lokað
25. og 26. desember lokað
27. til 30. desember opið
31. desember opið í Héraðsþreki frá 10:00 til 12:00
1.janúar 2019 lokað
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.