Gamla árið kvatt með áramótabrennu

Áramótabrenna á Egilsstöðum
Áramótabrenna á Egilsstöðum

Árviss áramótabrenna á Fljótsdalshéraði fer fram á nesinu neðan og vestan við kirkjuna og menntaskólann á Egilsstöðum.  Eldur verður borinn að brennunni kl. 16.30.  Stuttu síðar, eða kl. 17.00, verður boðið upp á veglega flugeldasýningu í umsjón Björgunarsveitarinnar á Héraði. Fljótsdalshérað þakkar árið sem er að líða og óskar íbúum sveitarfélagsins sem og öðrum gleðilegs nýs árs.