Í Austurglugganum var í haust viðtal við Júlíu Sæmundsdóttur, félagsmálastjóra á Fljótsdalshéraði. Þar segir hún m.a. frá því að unnið sé að innleiðingu „sænska módelsins“ í þeim sex sveitarfélögum sem standa að Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs. Innleiðing sænska módelsins er að fyrirmynd sveitarfélaganna Herning og Nyborgar í Danmörku þar sem Júlía vann áður.
Í viðtalinu segir hún að galdurinn við „sænsku leiðina“ sé að minnka inngrip, ná til fjölskyldunnar áður en vandamálið verði því stærra og aðstoða þau við að leysa og vinna úr vandanum með eigin úrræðum og baklandi. Hún segir ennfremur að hugmyndin með þessu kerfi sé sú að unnið sé saman í teymi með þau mál sem koma upp. Í staðinn fyrir að vera með ólík fagsvið í hverri stofnun og þær aðskildar í sínu horni, þá vinni þær saman og með því skapast samlegðaráhrif þar sem fagaðilar finna saman bestu leiðina fyrir barnið og fjölskylduna.
Viðtalið í heild má sjá hér.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.