Skíðasvæðið í Stafdal opið

Gott skíðafæri í Stafdal
Gott skíðafæri í Stafdal

Heilsueflandi samfélag   Skíðasvæðið í Stafdal hefur verið opnað. Það er kominn töluverður snjór í brekkurnar og gott efni í góðan skíðavetur, segir Agnar. Það er opið í dag 30. desember en lokað 31. desember og 1. janúar. Skíðasvæðið verður svo aftur opið 2. janúar milli kl. 17 og 20.

Vetrarkort eru seld á tilboði til áramóta. Það má finna upplýsingar um það á stafdalur.is undir flipanum Skíðasvæðið. Æfingar eru síðan að fara í gang en það er alltaf pláss fyrir fleiri á æfingum. Upplýsingar um þær er að finna á stafdalur.is undir flipanum Æfingar.

Í vetur verður opnunartíminn á skíðasvæðinu í Stafdal sem hér segir:
Þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga frá klukkan 17 - 20.
Laugardaga klukkan 11-16.
Sunnudaga klukkan 10-16.
Barnalyftan er aðeins opin um helgar og á frídögum. Opnunartími veltur þó á veðri og snjóalögum hverju sinni. Skíðaleigan opin alla daga sem svæðið er opið.

Kynnið ykkur aðstæður inn á heimasíðunni stafdalur.is eða á Facebook og á Snappinu.