Jólaleyfi bæjarstjórnar

Myndin er tekin út um glugga á afgreiðslu skrifstofu Fjótsdalshéraðs í fyrra. Tekið skal fram að í á…
Myndin er tekin út um glugga á afgreiðslu skrifstofu Fjótsdalshéraðs í fyrra. Tekið skal fram að í ár er mun meiri snjór.

Á fundi sínum 6. desember síðastliðin samþykkti bæjarstjórn að jólafrí bæjarstjórnar hefjist eftir fund hennar 6. desember. Fyrsti fundur bæjarstjórnar á nýju ári verði 17. janúar. 

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að bæjarráð fari með fullnaðarafgreiðsluumboð mála frá 7. desember og til og með 8. janúar, sbr. 5. mgr. 35. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, meðan bæjarstjórn er í jólaleyfi.

Fastir fundir bæjarráðs á þeim tíma eru 11. desember og 8. janúar. Þar fyrir utan verður boðað til bæjarráðsfunda ef þörf krefur.