Tekið á móti timbri í áramótabrennu 29. desember

Áramótabrenna Fljótsdalshéraðs í samstarfi við Björgunarsveitina á Héraði fer fram á Egilsstaðanesi kl. 16.30 sunnudaginn 31. desember, eins og undanfarin ár.

Tekið verður á móti ómeðhöndluðu timbri sem fara má á brennuna, á brennustæðinu, föstudaginn 29. desember milli klukkan 9:00 og 17:00.

Til að forðast óþarfa kostnað og erfiðleika við undirbúning og hleðslu brennunnar er ítrekað að aðeins er tekið á móti ómeðhöndluðu timbri á þessum auglýsta tíma.