- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Þann 25. janúar 2016 skrifuðu fulltrúar Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar og Íslenska Gámafélagsins undir samning um sorphirðu á Héraði og Seyðisfirði. Samningstíminn er sjö ár og níu mánuðir (þ.e. til 30. september 2023).
Íslenska Gámafélagið sinnir því sorphirðu á Fljótsdalshéraði og rekur gámavöllinn í Tjarnarási næstu árin eins og það hefur gert síðan í ársbyrjun 2009.
Ekki þóttu ástæður til að breyta miklu varðandi sorphirðuna eða rekstur gámavallarins við þessi tímamót og ættu íbúar og viðskiptavinir gámavallarins því ekki að verða varir við breytingar. Samt sem áður eru ábendingar varðandi hvað betur má fara, hvort sem það snýr að sorphirðunni eða starfsemi gámavallarins, vel þegnar og má koma þeim á framfæri í síma 4 700 700.