Ert þú með lögheimili þitt rétt skráð?

Á fundi bæjarráðs nýlega var farið yfir íbúaþróun síðasta árs hjá Fljótsdalshéraði og rætt um lögheimilisskráningu einstaklinga, sem ekki fer í öllum tilfellum saman við búsetu þeirra. Umfjöllun bæjarráðs um málið var tekin upp á fundi bæjarstjórnar 20. janúar og þar var samþykkt eftirfarandi bókun.

Bæjarstjórn tekur undir með bæjarráði og hvetur íbúa sveitarfélagsins til að skrá lögheimili sitt til samræmis við heimilisfesti og hvar viðkomandi einstaklingar eða fjölskyldur þiggja sína þjónustu. Mikilvægt er að hafa í huga að þjónusta sveitarfélaga byggir að stórum hluta á þeim útsvarstekjum sem þau fá af skráðum íbúum.