- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum á Héraði og Borgarfirði og Soroptimistaklúbbi Austurlands verða á Bókasafni Héraðsbúa, Laufskógum 1, frá klukkan 17.15 til 18.30 á þriðjudögum fram á vor 2016. Þeir eru tilbúnir í spjall við fólk, sem er með annað móðurmál en íslensku, að aðstoða það við að skilja íslenskt mál og tjá sig.
Tekið er fram að þetta er ekki kennsla heldur óformlegt rabb. Starfsmönnum bókasafnsins og sjálfboðaliðunum þætti vænt um ef þeir sem lesa létu þetta berast.