Samaust: Anya sigraði annað árið í röð

Söngvakeppni Samaust var haldin föstudaginn 9.febrúar í Miklagarði á Vopnafirði. Sigurvegari keppninnar annað árið í röð var Anya Shaddock frá Hellinum á Fáskrúðsfirði. Í 2.sæti var Emelía Anna Óttarsdóttir frá Nýung Fljótsdalshéraði og í 3.sæti var Kasia Rymon Lipinska frá Atóm Neskaupsstað.

 Þær Anya og Emelía taka svo þátt í söngvakeppni Samfés sem fer fram í Laugardalshöll laugardaginn 24.mars.

 Keppnin var hin glæsilegasta og á eftir hana var haldið ball þar sem að dj Doddi Mix og tónlistarmaðurinn KÁ-AKÁ skemmtu um 200 ungmennum. Óhætt er að segja að hátíðin hafi gengið vel og voru ungmennin okkar til fyrirmyndar.