Söngvakeppni Samaust var haldin föstudaginn 9.febrúar í Miklagarði á Vopnafirði. Sigurvegari keppninnar annað árið í röð var Anya Shaddock frá Hellinum á Fáskrúðsfirði. Í 2.sæti var Emelía Anna Óttarsdóttir frá Nýung Fljótsdalshéraði og í 3.sæti var Kasia Rymon Lipinska frá Atóm Neskaupsstað.
Þær Anya og Emelía taka svo þátt í söngvakeppni Samfés sem fer fram í Laugardalshöll laugardaginn 24.mars.
Keppnin var hin glæsilegasta og á eftir hana var haldið ball þar sem að dj Doddi Mix og tónlistarmaðurinn KÁ-AKÁ skemmtu um 200 ungmennum. Óhætt er að segja að hátíðin hafi gengið vel og voru ungmennin okkar til fyrirmyndar.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.