Söngleikurnn Með sítt að aftan

KOX tók mydina sem er tekin af vef ME. Þar má líka sjá fleiri myndir af leikhópnum.
KOX tók mydina sem er tekin af vef ME. Þar má líka sjá fleiri myndir af leikhópnum.

Leikfélag ME setur upp um þessar mundir söngleikinn „Wake me up before you go go“- söngleik með sítt að aftan. Sýningin er eftir Hallgrím Helgason og er í leikstjórn Árna Grétars Jóhannssonar. Frumsýnt verður í Valaskjálf 16. febrúar næstkomandi.. 

Sýningin er í raun ferðalag aftur í tímann þar sem axlapúðar, fótanuddtæki og sódastreamtæki voru aðal málið. Drengur ferðast aftur í tímann til að reyna að gera framtíð sína bærilegri, en auðvitað hefur það ófyrirséðar afleiðingar.  Nánar um sýninguna hér á vef ME.

Miðapantanir fara fram á lme@me.is. Miðaverð er 3000 kr., grunnskólabörn, NME aðilar og eldri borgarar greiða 2500 kr.  

Auglýstar sýningar eru:

16. febrúar kl. 20
18. febrúar kl. 15 og kl. 20
21. febrúar kl. 20
23. febrúar kl. 20
24. febrúar kl. 18
Lokasýning 25. febrúar kl. 20