Nemendur tónlistarskólans standa sig vel

Í efsta sæti Barkans voru þær Karen Ósk Björnsdóttir, Ragnhildur Elín Skúladóttir og Soffía Mjöll Th…
Í efsta sæti Barkans voru þær Karen Ósk Björnsdóttir, Ragnhildur Elín Skúladóttir og Soffía Mjöll Thamdrup með lagið Benny and the Jetz eftir Elton John.

Sex nemendur Tónlistarskóla Egilsstaða lögðu leið sína til Akureyrar þann 9. febrúar til þess að taka þátt í svæðistónleikum Nótunnar fyrir Norður- og Austurland í menningarhúsinu Hofi. 

Mikið var um flott og vel undirbúin atriði frá tónlistarskólum allstaðar af Norður- og Austurlandi og stóðu nemendur okkar sig allir mjög vel.
Þrír nemendur frá Tónlistarskólanum á Egilsstöðum, Maria Anna Szczelina, Joanna Natalia Szczelina og Kristofer Gauti Þórhallsson, voru valdir af dómnefndinni til þess að taka þátt í lokahátíð Nótunnar í Hörpu þann 4. mars næstkomandi. Við óskum þeim og kennurum þeirra, Charles Ross og Zigmasi Genutis, innilega til hamingju með frábæran árangur!

Þá má segja frá að nemendur Tónlistarskólans á Egilsstöðum röðuðu sér í efstu sætin í Barkanum, söngkeppni Menntaskólans á Egilsstöðum, sem haldinn var í Valaskjálf þann 26. janúar.

Í efsta sæti voru Karen Ósk Björnsdóttir, Ragnhildur Elín Skúladóttir og Soffía Mjöll Thamdrup með lagið Benny and the Jetz eftir Elton John. Sóley Arna Friðriksdóttir hafnaði í öðru sæti með lagið Barracuda með Heart. Í þriðja sæti var Soffía Mjöll Thamdrup með lagið Hurt með Christinu Aguilera, en áðurnefnd Ragnhildur Elín spilaði með á fiðlu í því lagi ásamt Rán Finnsdóttur, sem einnig er nemandi í Tónlistarkólanum. Allir þessir nemendur nema söng hjá Margréti Láru Þórarinsdóttur. (Fréttir af vef Tónlistarskóla Egilsstaða.)