Sex nemendur Tónlistarskóla Egilsstaða lögðu leið sína til Akureyrar þann 9. febrúar til þess að taka þátt í svæðistónleikum Nótunnar fyrir Norður- og Austurland í menningarhúsinu Hofi.
Mikið var um flott og vel undirbúin atriði frá tónlistarskólum allstaðar af Norður- og Austurlandi og stóðu nemendur okkar sig allir mjög vel.
Þrír nemendur frá Tónlistarskólanum á Egilsstöðum, Maria Anna Szczelina, Joanna Natalia Szczelina og Kristofer Gauti Þórhallsson, voru valdir af dómnefndinni til þess að taka þátt í lokahátíð Nótunnar í Hörpu þann 4. mars næstkomandi. Við óskum þeim og kennurum þeirra, Charles Ross og Zigmasi Genutis, innilega til hamingju með frábæran árangur!
Þá má segja frá að nemendur Tónlistarskólans á Egilsstöðum röðuðu sér í efstu sætin í Barkanum, söngkeppni Menntaskólans á Egilsstöðum, sem haldinn var í Valaskjálf þann 26. janúar.
Í efsta sæti voru Karen Ósk Björnsdóttir, Ragnhildur Elín Skúladóttir og Soffía Mjöll Thamdrup með lagið Benny and the Jetz eftir Elton John. Sóley Arna Friðriksdóttir hafnaði í öðru sæti með lagið Barracuda með Heart. Í þriðja sæti var Soffía Mjöll Thamdrup með lagið Hurt með Christinu Aguilera, en áðurnefnd Ragnhildur Elín spilaði með á fiðlu í því lagi ásamt Rán Finnsdóttur, sem einnig er nemandi í Tónlistarkólanum. Allir þessir nemendur nema söng hjá Margréti Láru Þórarinsdóttur. (Fréttir af vef Tónlistarskóla Egilsstaða.)
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.