Fréttir

Átak gegn heimilisofbeldi

Inger L. Jónsdóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, og Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um átak gegn heimilisofbeldi. Í yfirlýsingunni felst að þann 1. mars nk. munu lögregla og félagsþjónusta á Austurlandi taka upp samstillt verklag í starfsemi sinni.
Lesa

Skipulagsbreytingar á Fljótsdalshéraði

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 7. febrúar 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028. skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa

Stelpur skapa, námskeið fyrir stelpur

Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs stendur fyrir fjórum námskeiðum fyrir stelpur á aldrinum 10 til 16 ára sem haldin verða á tímabilinu febrúar til október á þessu ári. Fyrsta námskeiðið er Stelpur skjóta, en það er stuttmyndanámskeið fyrir stúlkur á aldrinum 13-16 ára í febrúar.
Lesa

Menningarstyrkjum úthlutað til 19 verkefna

Á fundi atvinnu- og menningarnefndar Fljótsdalshéraðs 22. janúar var samþykkt að styrkja 19 menningarverkefni, en umsóknarfrestur var til og með 15. desember 2017. Alls bárust 28 umsóknir með beiðni um styrki að upphæð rúmar 10.7 milljónir. Til úthlutunar voru kr. 3.150.000. Samkvæmt reglum um úthlutun menningarstyrkja Fljótsdalshéraðs getur sveitarfélagið veitt styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana, til almennrar liststarfsemi eða verkefna.
Lesa

Viltu læra að sauma öskupoka?

Minjasafn Austurlands og Bókasafn Héraðsbúa í samstarfi við Soroptimistaklúbb Austurlands, bjóða upp á öskupokasmiðjur dagana 12. og 13. febrúar á Bókasafninu.
Lesa

Breytingar á gerð kjörskrárstofns

Þjóðskrá Íslands hefur kynnt breytingar á skráningu námsmanna á Norðurlöndum á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar. Nú þurfa þeir námsmenn að sækja rafrænt um það til Þjóðskrár að vera teknir á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar
Lesa

Bæjarstjórn í beinni á miðvikudag

268. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 7. febrúar og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu.
Lesa

Lífshlaupið - kynning á hreyfitengdri þjónustu á Héraði

Nú er Lífshlaupið komið á fullt og vonandi sem flestir á Fljótsdalshéraði sem taka virkan þátt í því skemmtilega verkefni. Í tilefni Lífshlaupsins ætla Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum, Skíðafélagið í Stafdal og CrossFit Austur að bjóða íbúum Fljótsdalshéraðs að kynna sér hvað þeir staðir hafa upp á að bjóða.
Lesa