Minjasafn Austurlands og Bókasafn Héraðsbúa í samstarfi við Soroptimistaklúbb Austurlands, bjóða upp á öskupokasmiðjur dagana 12. og 13. febrúar á Bókasafninu.
Sá alíslenski siður að hengja öskupoka á fólk á öskudaginn á líklega rætur að rekja aftur í kaþólskan sið. Sumir telja siðinn á undanhaldi en þó eru alltaf einhverjir sem leggja mikið á sig til að láta aðra ganga um með öskupoka á baki. Minjasafnið, Bókasafnið og Soroptimistaklúbbur Austurlands leggja sitt af mörkum til að viðhalda þessari skemmtilegu hefð og bjóða upp á öskupokasmiðjur á Bókasafninu á bolludag og sprengidag.
Smiðjurnar verða opnar frá kl. 15:00-17:00 báða dagana. Boðið verður upp á efni, áhöld, fróðleik og leiðsögn frá félagskonum í Soroptimistaklúbbnum.
Tilvalið að líta við, ná sér í lesefni og sauma eins og einn öskupoka með börnunum í leiðinni.
Notaleg fjölskyldusamvera og þjóðlegar hefðir.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.