Viltu læra að sauma öskupoka?

Þegar grunnatriðum er náð má halda áfram og gera öskupokana svona fallega.
Þegar grunnatriðum er náð má halda áfram og gera öskupokana svona fallega.

Minjasafn Austurlands og Bókasafn Héraðsbúa í samstarfi við Soroptimistaklúbb Austurlands, bjóða upp á öskupokasmiðjur dagana 12. og 13. febrúar á Bókasafninu.

Sá alíslenski siður að hengja öskupoka á fólk á öskudaginn á líklega rætur að rekja aftur í kaþólskan sið. Sumir telja siðinn á undanhaldi en þó eru alltaf einhverjir sem leggja mikið á sig til að láta aðra ganga um með öskupoka á baki. Minjasafnið, Bókasafnið og Soroptimistaklúbbur Austurlands leggja sitt af mörkum til að viðhalda þessari skemmtilegu hefð og bjóða upp á öskupokasmiðjur á Bókasafninu á bolludag og sprengidag.

Smiðjurnar verða opnar frá kl. 15:00-17:00 báða dagana. Boðið verður upp á efni, áhöld, fróðleik og leiðsögn frá félagskonum í Soroptimistaklúbbnum.

Tilvalið að líta við, ná sér í lesefni og sauma eins og einn öskupoka með börnunum í leiðinni.

Notaleg fjölskyldusamvera og þjóðlegar hefðir.