Menningarstyrkjum úthlutað til 19 verkefna

Dansað í Frystiklefa Sláturhússins
Dansað í Frystiklefa Sláturhússins

Á fundi atvinnu- og menningarnefndar Fljótsdalshéraðs 22. janúar var samþykkt að styrkja 19 menningarverkefni, en umsóknarfrestur var til og með 15. desember 2017. Alls bárust 28 umsóknir með beiðni um styrki að upphæð rúmar 10.7 milljónir. Til úthlutunar voru kr. 3.150.000. Samkvæmt reglum um úthlutun menningarstyrkja Fljótsdalshéraðs getur sveitarfélagið veitt styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana, til almennrar liststarfsemi eða verkefna. Eftirfarandi verkefnum var veittur styrkur að þessu sinni:

 

Lúðrasveit og skólahljómsveit Fljótsdalshéraðs; Berglind Halldórsdóttir kr. 200.000
Listasumar B sýning; Bylgja Lind Pétursdóttir 150.000
Tónlistarstundir 2018; Tónlistarstundir kr. 250.000
Kvennakórinn Héraðsdætur tónleikar; Kvennakórinn Héraðsdætur kr.100.000
Tónleikar og tónleikaferðalag Kórs Egilsstaðakirkju; Kór Egilsstaðakirkju kr. 100.000
Dansstúdíó Emelíu listdansnámskeið; Listdans á Austurlandi kr. 300.000
Sóley Rós ræstitæknir leiksýning; Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 100.000
kynSlóðir sumarsýning MMF; Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 300.000
Myrkraverk sjónlistaverk; Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 100.000
Dagur skapandi greina; Félagsmiðstöðin Nýung kr. 250.000
List án landamæra á Austurlandi; Þroskahjálp Austurlandi kr. 100.000
Nr. 2 Umhverfing myndlistarsýning; Minjasafn Austurlands kr. 200.000
Skráning og varðveisla fornra minja við Jöklu; Söguslóðir Austurlands kr. 200.000
Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna þátttaka nemenda; Tónlistarskólinn á Egilsstöðum kr. 100.000
Kjarval og Dyrfjöllin heimildamynd; Frjálst orð kr. 200.000
Útilistaverk við Sleðbrjótskirkju; Félag um minningarreit við við Sleðbrjótskirkju, kr. 100.000
Efling námskeiðahalds Myndlistarfélags Fljótsdalshéraðs; Myndlistarfélag Fljótsdalshéraðs kr. 100.000
Stelpur skapa námskeiðsröð; Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs kr. 300.000
Heiðarbýlin í göngufæri; Ferðafélag Fljótsdalshéraðs kr. 150.000