Inger L. Jónsdóttir, lögreglustjóri á Austurlandi, Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, og Björn Ingimarsson, bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, undirrituðu í dag samstarfsyfirlýsingu um átak gegn heimilisofbeldi. Í yfirlýsingunni felst að þann 1. mars nk. munu lögregla og félagsþjónusta á Austurlandi taka upp samstillt verklag í starfsemi sinni. Markmiðið er markvissari viðbrögð og úrræði gegn heimlisofbeldi og að veita þolendum og gerendum aðstoð og bæta stöðu barna, sem búa við ofbeldi á heimilum.
Fyrirmyndin er verklagið „Að halda glugganum opnum“, sem er samstarfsverkefni lögreglu og félagsþjónustu á Suðurnesjum, sem miðar að því að bæta rannsóknir í málum er varða heimilisofbeldi, nýta betur úrræði um brottvísun af heimili og nálgunarbann og að koma fleiri málum í gegnum réttarvörslukerfið.
Verkefnið, sem er átaksverkefni gegn heimilisofbeldi, á að standa í eitt ár og verður árangur metinn að þeim tíma liðnum. Allt umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi er því komið undir sama verklag í heimilisofbeldismálum.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.