Nú er Lífshlaupið komið á fullt og vonandi sem flestir á Fljótsdalshéraði sem taka virkan þátt í því skemmtilega verkefni. Hægt er að skoða allt varðandi fyrirkomulag og annað slíkt á heimasíðu Lífshlaupsins, lifshlaupid.is.
Í tilefni Lífshlaupsins ætla Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum, Skíðafélagið í Stafdal og CrossFit Austur að bjóða íbúum Fljótsdalshéraðs að kynna sér hvað Héraðsþrek og sundlaugin, skíðasvæðið í Stafdal og CrossFit Austur hafa upp á að bjóða, en einn dag í næstu viku verður ókeypis aðgangur á hvern stað.
Verður hægt að fara og lyfta lóðum í Héraðsþrek og fara í sund á eftir fimmtudaginn 8. febrúar, skella sér á skíði föstudaginn 9. febrúar og henda sér í WOD hjá CrossFit Austur laugardaginn 10. febrúar.
Það er óhætt að hvetja íbúa á Héraði til þess að nýta sér þetta frábæra Lífshlaupstilboð og kynna sér starfsemina á hverjum stað.
Gjaldfrjáls aðgangur sem hér segir:
8. febrúar - Héraðsþrek og sundlaug
9. febrúar - Skíðasvæðið í Stafdal
10. febrúar - CrossFit Austur
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.