Laugardaginn 17. febrúar verður opið hús í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum. Þá verða Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og Vegahúsið ungmennahús kynnt gestum og gangandi frá klukkan 14 til 16.
Kristín Atladóttir forstöðumaður kynnir dagskrá miðstöðvarinnar næstu mánuði sem og aðstöðuna í húsinu. Þá verður opnuð sýning á verkum þýska ljósmyndarans Heide Schubert klukkan 14 og sýnd verður heimildamyndin 690 Vopnafjörður. Hægt verður að skoða nýja ljósmyndunar- og framköllunaraðstöðu, endurbætt myndlistarstúdíó og dans- og hreyfilistarrými sem nýlega er búið að koma upp í húsinu.
Vakin er athygli á að klukkan 16 verður ný heimildarmynd eftir Körnu Sigurðardóttur, 690 Vopnafjörður, sýnd en Karna verður á staðnum og situr fyrir svörum að sýningu lokinni. Aðeins verður um tvær sýningar að ræða á myndinni á Egilsstöðum. Aðgangseyrir á sýninguna er 1.200 krónur.
Allir eru hvattir til að skoða Sláturhúsið og kynna sér það sem verður á döfinni hjá Menningarmiðstöðinni og Vegahúsinu í ár og ræða hugmyndir að nýjungum í starfseminni.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.