Umferðaröryggisáætlun Fljótsdalshéraðs

Heilsueflandi samfélag  Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt Umferðaröryggisáætlun fyrir Fljótsdalshérað en umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshéraðs samþykkti í nóvember 2016 að unnin skyldi slík áætlun fyrir sveitarfélagið.

Umsjón verkefnis var í höndum skipulagsfulltrúa sveitarfélagins með aðstoð VSÓ Ráðgjafar. Vinna við gerð áætlunarinnar fór fram á tímabilinu nóvember 2016 til júlí 2017. Samráðshópur var skipaður með fulltrúum hagsmunaaðila umferðaröryggis og auglýst eftir ábendingum frá íbúum. 

Markmið með gerð umferðaröryggisáætlana er að auka vitund forráðamanna sveitarfélaga og íbúa um umferðaröryggi. Skýrsluna í heild má sjá hér.