Ljósaganga UN Women fór fram laugardaginn 25. nóvember klukkan 13 á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi ásamt öðrum félagasamtökum hér á landi eru í forsvari fyrir.
Soroptimistaklúbbur Austurlands stendur fyrir ljósagöngu á Egilsstöðum. Fyrirhugað var að ganga þann 25. nóvember en vegna veðurs var því frestað um viku eða til laugardagsins 2. desember. Gengið verður frá Egilsstaðakirkju klukkan 13 að Gistihúsinu (Lake Hotel Egilsstaðir) þar sem Gisthúsið og Fellabakarí bjóða þátttakendum upp á hressingu.
Soroptimistasystur á Austurlandi verða í Bónus og Nettó Egilsstöðum föstudaginn 1. desember frá kl. 16 til 18 og hvetja samborgara sína til að sýna náungakærleik og koma í veg fyrir að einelti og ofbeldi fái þrifist. Ef hver og einn hugar að sínu nærumhverfi náum við árangri. Við hvetjum til þess að appelsínugulur litur verði áberandi á meðan átakið stendur, því appelsínugulur er einkennislitur átaksins.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.