Vegna fréttar í tíufréttum RÚV 21. nóvember síðastliðinn, þar sem fram kom að engin skólphreinsun fari fram í sveitarfélaginu, vill bæjarráð árétta að sú frétt er ekki sannleikanum samkvæmt þar sem skólphreinsun er til staðar fyrir þéttbýlið á Fljótsdalshéraði og hefur verið um árabil.
Flestar útrásir fráveitunnar eru með sérstökum hreinsivikjum sem hreinsa skólpið áður en því er veitt í viðtaka. Þær útrásir sem ekki er komið hreinsivirki við, eru með rotþróm sem eru tæmdar reglulega. Varðandi fráveitumál í dreifbýli voru settar upp rotþrær við öll lögbýli, sem hreinsaðar eru með reglubundnum hætti.
Það að áformað er að fara í frekari framkvæmdir við fráveitukerfi sveitarfélagsins á næstu árum, ber því ekki að túlka svo að engin hreinsun sé til staðar, heldur er verið að tengja saman útrásir og koma málum í enn betra horf til framtíðar litið.
Bæjarstjórn áréttar að óheppilegt er þegar fjölmiðlar draga rangar ályktanir af sínum heimildum og fara beinlínis rangt með í sínum fréttaflutningi. Það hefur löngum gengið illa að fá slík mistök leiðrétt, þannig að réttar upplýsingar komist til landsmanna.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.