Nýr ferðaþjónustubíll tekinn í notkun

Björn Ingimarsson bæjarstjóri afhenti Birni Magna Björnssyni bílstjóra lykla af bílnum við formlega …
Björn Ingimarsson bæjarstjóri afhenti Birni Magna Björnssyni bílstjóra lykla af bílnum við formlega athöfn.

Nýr bíll fyrir ferðaþjónustu fatlaðra á Fljótsdalshéraði var tekinn í notkun í dag, 28. nóvember 2017.

Nýi bíllinn er af gerðinni Mercedes-Benz Sprinter 4x4 með fullkomnum lyftubúnaði og í alla staði vel útbúinn til að sinna ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk. Björn Ingimarsson bæjarstjóri afhenti Birni Magna Björnssyni bílstjóra lykla af bílnum við formlega athöfn í dag.

Í ræðu sinni vakti Björn Ingimarsson athygli viðstaddra á númeraplötu bílsins, en bíllinn ber skráningarnúmerið MAGNI1 til heiðurs farsælum bílstjóra til fjölda ára.

Nýi bíllinn leysir af hólmi gamlan Ford Transit sem var kominn vel til ára sinna og án viðeigandi búnaðar sem er nauðsynlegur til hægt sé að bjóða upp á sem mest þægindi fyrir notendur þjónustunnar og bílstjóra.

Er notendum ferðaþjónustunnar, Magna og íbúum á Fljótsdalshéraði óskað innilega til hamingju með glæsilegan fararskjóta.