Frábær vinnudagur var haldinn á skíðasvæðinu í Stafdal sunnudaginn 29. september. Það voru vaskir sjálfboðaliðar úr hópi iðkenda Skíðafélagsins í Stafdal og foreldra þeirra.
Hópurinn tók til hendinni á svæðinu og er óhætt að segja að verkefnalistinn hafi verið langur. Var m.a. unnið að því að flytja töfluna fyrir kaðallyftuna inn í lyftuskúrinn svo rafmagnið verði örugglega til friðs í vetur og rusl hreinsað af svæðinu. Alls var farið með 4 kerruhlöss af rusli á sorpstöðina á Seyðisfirði sem Gulli bæjarverkstjóri var svo vinsamlegur að opna fyrir hópinn þennan dag.
Það var sannarlega kominn tími til að taka til hendinni í Stafdal og nú þarf bara að bíða eftir því að snjórinn láti sjá sig svo hægt sé að fara að bruna niður.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.