Alþjóða Geðheilbrigðisdagurinn í Sláturhúsinu

Alþjóða Geðheilbrigðisdagurinn er haldinn víðsvegar í heiminum 10. október ár hvert. Í Sláturhúsinu menningarsetri verður dagskrá helguð deginum og hefst hún klukkan 20.

Dagurinn var fyrst haldinn 1992 af Alþjóðasamtökum um geðheilsu (World Federation for Mental Health) og markmiðið hefur verið i gegnum árin að vekja athygli á geðheilbrigðismálum, fræða almenning um geðrækt og geðsjúkdóma og sporna gegn fordómum í garð geðsjúkra. Geðheilbrigðisdagurinn er dagur allra.

Dagskráin í Sláturhúsi menningarsetri (efri hæð) er svohljóðandi:

  • Sveinn Snorri Sveinsson - les sannsögulega frásögn af sjálfsmorðstilraun upp úr óútkominni bók sinni.
  • Trausti Traustason - flytur erindi um geðrænt heilbrigði út frá samfélagslegum sjónarmiðum.
  • Erla Jónsdóttir - fjallar um geðheilbrigðismál ungmenna.
  • Séra Ólöf Margrét Snorradóttir - fjallar um áhrif sorgar og áfalla.
  • Öystein Magnús Gjerde flytur nokkur lög.

Léttar veitingar
Allir velkomnir!


https://www.facebook.com/events/2129252264050410/