Tillaga um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar verður kynnt íbúum sveitarfélaganna dagana 7. til 10. október. Fundurinn á Fljótsdalshéraði fer fram í Valaskjálf mánudaginn 7. október og hefst hann klukkan 18:00.
Á fundunum verður tillaga um sameiningu sveitarfélaganna kynnt og íbúum gefst tækifæri til að koma spurningum, sjónarmiðum og ábendingum á framfæri. Hægt verður að koma spurningum á framfæri jafnt rafrænt og munnlega. Því er mikilvægt að þátttakendur hafi meðferðis snjallsíma, spjaldtölvu eða tölvu ef þau vilja nýta sér rafræna möguleikann. Fundinum á Fljótsdalshéraði verður streymt á Facebook-síðu sveitarfélagsins og geta íbúar fylgst með honum þar.
Þátttakendum verður boðið upp á súpu og meðlæti.
Íbúafundur á Seyðisfirði fer fram 8. október í Herðubreið. Á Djúpavogi fer fundurinn fram 9. október á Hótel Framtíð og á Borgarfirði eystra fer fundurinn fram 10. október í Fjarðaborg. Fundirnir fara allir fram milli klukkan 18:00 og 21:00.
Nánari upplýsingar má finna á svausturland.is
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.