19 menningarverkefni fengu styrk

Frá sýningu Leikfélags Fljótsdalshéraðs á Kardimommubænum árið 2013
Frá sýningu Leikfélags Fljótsdalshéraðs á Kardimommubænum árið 2013

Á fundi atvinnu- og menningarnefndar Fljótsdalshéraðs 25. janúar var samþykkt að styrkja 19 menningarverkefni, en umsóknarfrestur var til og með 18. desember 2015. Alls bárust 29 umsóknir með beiðni um styrki að upphæð rúmar 10 milljónir. Til úthlutunar voru kr. 3.500.000. Samkvæmt reglum um úthlutun menningarstyrkja Fljótsdalshéraðs, sem samþykktar voru í lok síðasta árs, getur sveitarfélagið veitt styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana, til almennrar liststarfsemi eða verkefna. Eftirfarandi verkefnum var veittur styrkur að þessu sinni:

- Emelía Antonsdóttir vegna námskeiða í listdansi - kr. 250.000
- Kammerkór Egilsstaðakirkju vegna tónleika á Íslandi og í Vesteralen - kr. 250.000
- Leikfélag Fljótsdalshéraðs vegna almennrar liststarfsemi félagsins - kr. 500.000
- Kvennakórinn Héraðsdætur vegna almennrar liststarfsemi kórsins - kr. 100.000
- Þroskahjálp Austurlandi vegna Listar án landamæra 2016 - kr. 200.000
- Leiksmiðja Austurlands vegna gönguleiksýningarinnar Hér verða vegamót - kr. 200.000
- Héraðsskjalasafn Austfirðinga vegna sýningar á verkum Jóns A. Stefánssonar frá Möðrudal - kr. 150.000
- Söguslóðir Austurlands vegna dagskrár um fornminjar og austfirska landnámskonu - kr. 90.000
- Myndlistarfélag Fljótsdalshéraðs vegna afmælissýningar myndlistarfélagsins 2016 - kr. 200.000
- Rótarýklúbbur Héraðsbúa vegna dagskrár helgaðri fjölmenningu - kr. 50.000
- Suncana Slamnig vegna tónlistarsumarbúða - kr. 100.000
- Charles Ross vegna tónverka sem byggja á verkum Stórvals og tónleika - kr. 200.000
- Djassklúbbur Egilsstaða vegna Jasshátíðar Egilsstaða - kr. 400.000
- Leikfélagið Frjálst orð vegna uppsetningar á leikriti um síðustu aftökuna á Austurlandi - kr. 100.000
- Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs vegna leiklistarhátíðar áhugaleikfélaga á Austurlandi - kr. 150.000
- Breki Steinn Mánason vegna raftónlistarhátíðar á Egilsstöðum - kr. 100.000
- Stúlknakórinn Liljurnar vegna samnorræns kóramóts - kr. 100.000
- Félag um minningarreit við Sleðbrjótskirkju vegna útilistaverks við Sleðbrjótskirkju - kr. 100.000
- Tónlistarstundir tónleikaröð í Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkju - kr. 250.000