LME frumsýnir farandsýninguna „Eldhús eftir máli“ í Sláturhúsinu

Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum frumsýnir leikritið „Eldhús eftir máli“ á morgun, fimmtudaginn 4. febrúar. Leikritið er byggt á smásögum Svövu Jakobsdóttur en leikgerðina skrifaði Vala Þórsdóttir. Leikstjóri sýningarinnar er Halldóra Malin Pétursdóttir. Mikill metnaður hefur verið lagður í sýninguna en æfingar hafa staðið yfir síðan í haust.


Leiksýningin er sett upp sem farandsýning eins og gafst vel í fyrra og hyggst leikhópurinn sýna í nær öllum sveitarfélögum Austurlands. Leikfélaginu finnst mikilvægt að koma með leiksýninguna í heimabæ sem flestra í menntaskólanum.

Eldhús eftir máli eru hversdagslegar hryllingssögur. Verkið er ekki barnasýning og er mælst til þess að börn mæti í fylgd fullorðinna.
Miðapantanir fara í gegnum lme@me.is og almennt miðaverð er 2500 kr.

Fyrstu sýningar eru í Sláturhúsinu kl. 20:00

4.febrúar - Frumsýning - Sláturhúsið,Egilsstöðum - UPPSELT
Föstudaginn 5. febrúar - 2.sýning - Sláturhúsið, Egilsstöðum
Sunnudaginn 7. febrúar - 3. sýning - Sláturhúsið, Egilsstöðum
Miðvikudaginn 10. febrúar - 4. sýning - Sláturhúsið, Egilsstöðum

Föstudaginn 12. febrúar - Félagslundi, Reyðarfirði kl. 20:00
Laugardaginn 13. febrúar - Mikligarður, Vopnafirði kl. 20:00
Sunnudagurinn 14. febrúar - Fjarðarborg, Borgarfirði kl. 20:00

Laugardaginn 20. febrúar - Valhöll, Eskifirði kl. 20:00
Sunnudaginn 21. febrúar - Herðubreið, Seyðisfirði kl. 20:00

Laugardaginn 27. febrúar - Skrúður, Fáskrúðsfirði kl. 16:00
Laugardaginn 27. febrúar - Stöðvarfjarðarskóli kl. 20:00
Sunnudaginn 28. febrúar - Hótel Framtíð, Djúpavogi kl. 20:00