- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn, umhverfis Lagarfljótið, sem haldin er árlega, fer fram 13. ágúst í ár. Keppnisleiðir eru tvær. Í fyrsta lagi Umhverfis Orminn langa, sem er 68 km leið. Þar er boðið upp á einstaklings og liðakeppni. Síðan er það Hörkutólahringurinn, sem er 103 km löng leið. Þar er eingöngu boðið upp á einstaklingskeppni.
Helgina sem keppnin fer fram verður boðið uppá fjölbreytta dagskrá tengda hjólreiðum, hreyfingu, gleði og gáska. Auk þess sem Héraðshátíðin Ormsteiti verður í fullum gangi og býður hjólreiðafólk og fylgifiska þess hjartanlega velkomið í fjörið.
Á vefsíðunni www.visitegilsstadir.is er hægt að skrá sig í keppnina auk þess sem þar má finna upplýsingar um ýmis atriði varðandi Tour de Ormurinn.