- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Hljómsveitin MurMur hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og verið dugleg við tónleikahald. Laugardaginn 20. febrúar heldur hljómsveitin tónleika í Sláturhúsinu – menningarsetri á Egilsstöðum. Tónleikarnir á laugardaginn eru liður í Austurlandstúr sem MurMur er að fara í ásamt hljómsveitinni Máni & the Roadkiller. Túrinn fer frá Langanesi suður á Höfn. Á tónleikunum á laugardaginn koma einnig fram ungir drengir frá Neskaupstað sem er hljómsveitin Insomnia.
Tónlist MurMur má skilgreina sem blús rokk með örlitlu daðri á köflum við Sludge og Stoner. Hljómsveitina skipa Ívar Andri, gítar og söngur, Daði, bassi og Bergsveinn Ás, trommur.
Insomnia spilar pönkskotið grunge rokk og er mjög þétt og skemmtileg. í Insomnia eru Stefán Ingi, gítar og söngur, Haukur Steinn, bassi og Sævar Steinn, trymbill.
Máni & the Roadkiller eru Hafþór Máni, gítar og söngur, Friðrik, gítar, Pálmi, bassi og orgel og Davíð Logi, trymbill. Tónlist the Roadkillers er erfitt að skilgreina en helst blússkotið rokk með áhrifum frá surf og smá slettu af psychedelic tónlist.
Tónleikarnir byrja klukkan 21:00 og það er frítt popp í boði.