- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Þann 26. maí 2017 var haldinn Forvarnadagur á Fljótsdalshéraði, en það eru nemendur í 8.-10. bekkjum allra grunnskóla á Héraði sem taka þátt í deginum.
Þetta árið var um fjórar smiðjur að ræða og var nemendum skipt í fjóra hópa. Smiðjurnar voru kynfræðsla frá Siggu Dögg, vímuefnafræðsla frá Foreldrahúsi sjálfsstyrking frá Foreldrahúsi og svo var spriklað í Hlussuboltum að auki. Hver hópur staldraði svo við í á hverjum stað í um það bil 50 mínútur. Í hádeginu voru grillaðar pylsur og ís og nemendur sleiktu sólina og nutu þess að vera úti í góða veðrinu.
Dagurinn gekk vonum framar og er óhætt að hlakka til næsta Forvarnadags.