Fréttir

Maður i mislitum sokkum á Iðavöllum

Í takt við hækkandi sól rís Leikfélag Fljótsdalshéraðs upp úr vetrardvalanum með gleði í hjarta og sýnir í maí meinfyndið og fjörugt gamanverk fyrir fólk á öllum aldri. Um er að ræða leikritið Maður í mislitum sokkum, eftir Arnmund Backman sem frumsýnt verður í Félagsheimilinu Iðavöllum á föstudagskvöld.
Lesa

Bókun vegna fyrirhugaðrar hækkunar virðisaukaskatts á ferðaþjónustu

Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir fundi með fjármálaráðherra og ráðherra ferðamála til að ræða mögulegar mótvægisaðgerðir sem styrkt gætu greinina á Austurlandi og treyst hana í sessi sem heilsárs atvinnugrein á svæðinu.
Lesa

Grunnnámskeið í ritun kvikmyndahandrita

Fyrirhugað er að halda grunnnámskeið í ritun kvikmyndahandrita á vegum Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Námskeiðið mun eiga sér stað á mánudögum frá 17:00-19:00 í Sláturhúsinu og standa yfir í 5 vikur. Það hefst mánudaginn 15. maí en skráningu lýkur 10. maí.
Lesa

Hreyfivika Menntaskólans á Egilsstöðum

Menntaskólinn á Egilsstöðum þjófstartar Hreyfiviku 2017, sem haldin verður um land allt 29. maí – 4. júní, með sinni eigin.
Lesa

Hjólað í vinnuna hafið

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir heilsu- og hvatningarverkefninu Hjólað í vinnuna um allt land í þrjár vikur í maí ár hvert. Verkefnið hefur staðið yfir frá árinu 2003 og á síðasta ári voru tæplega 400 vinnustaðir skráðir til leiks. Skráningar hafa staðið yfir í 2 vikur en hægt er að skrá sig og sitt lið til leiks fram að lokadegi, 23. maí.
Lesa

Þjóðleikur, leiklistarhátíð ungs fólks í Sláturhúsinu

Þjóðleikur, leiklistarhátíð ungs fólks í samstarfi við Þjóðleikhúsið, fer fram í Sláturhúsinu, Egilsstöðum laugardaginn 6. maí. Sýningar hefjast klukkan 12:00 og fara þær fram á þrem sviðum í Sláturhúsinu. Það eru leikhópar frá fjórum grunnskólum á Austurlandi sem sýna leikrit eftir Auði Jónsdóttur og Ævar Þór Benediktsson.
Lesa

Uppskeruhátíð Tónlistarskólans í Fellabæ

Tónlistarskólinn í Fellabæ heldur uppskerutónleika sína í Egilsstaðakirkju í dag og á morgun. Í kvöld verða píanó- og orgeltónleikar og á morgun söngtónleikar. Skólinn heldur svo vortónleika í Fellaskóla þann 10.
Lesa

Magnús Magnússon áttræður

Magnús Magnússon, sem um áratuga skeið var skólastjóri Tónlistarskólans á Egilsstöðum, bauð til tónleika í Egilsstaðakirkju í gær, 1. maí, í tilefni áttræðisafmælis síns, 2. maí. Fljótsdalshérað sendir Magnúsi bestu heillaóskir á þessum tímamótum og þakkar honum fyrir framlag hans til menningarstarfs fyrr og síðar.
Lesa