Fyrirhugað er að halda grunnnámskeið í ritun kvikmyndahandrita á vegum Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Námskeiðið mun eiga sér stað á mánudögum frá 17:00-19:00 í Sláturhúsinu og standa yfir í 5 vikur. Það hefst mánudaginn 15. maí.
Kynning verður á „industry standard“ handritaforritum, heilsað uppá Aristoteles og Tarantino, unnið í persónusköpun og „plott-punktum“.
Skráningu á námskeiðið lýkur 10. maí (mmf@egilsstadir.is)
Leiðbeinandi er Kristín A. Atladóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Kristín er höfundur tveggja handrita sem orðið hafa að kvikmynda/sjónvarpsmyndum auk nokkurra heimildamyndahandrita. Kristín nam leikhúsfræði til BA gráðu og kvikmynda- og leikhúsfræði í framhaldsnámi og hefur starfað sem kvikmyndagerðarkona og framleiðandi í tvo áratugi. Hún kennir kvikmyndaframleiðslu við Kvikmyndaskóla Íslands og Tækniskóla Íslands.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.