Maður i mislitum sokkum á Iðavöllum

Gaman á æfingum á leikritinu
Gaman á æfingum á leikritinu "Maður í mislitum sokkum" sem frumsýnt verður á föstudag á Iðavöllum.

Í takt við hækkandi sól rís Leikfélag Fljótsdalshéraðs upp úr vetrardvalanum með gleði í hjarta og sýnir í maí meinfyndið og fjörugt gamanverk fyrir fólk á öllum aldri. Um er að ræða leikritið Maður í mislitum sokkum, eftir Arnmund Backman sem frumsýnt verður í Félagsheimilinu Iðavöllum föstudaginn 12. maí kl. 20.00.

Í leikritinu er fylgst með ekkjunni Steindóru sem er á áttræðisaldri og býr í blokk fyrir aldraða. Einn örlagaríkan dag þegar hún kemur úr búðinni og sest inn í bíl er þar eldri maður sem hún hefur aldrei séð fyrr. Verra er þó að hann veit ekki sjálfur hvaðan hann kom, hvar hann á heima eða hver hann er. Úr þessu tvinnast síðan kostuleg og bráðskemmtileg atburðarás með litríkum karakterum, stútfull af orku og leikgleði.
Sýningar á leikritinu eru sem hér segir:
• Föstudagur 12. maí kl. 20.00, frumsýning
• Sunnudagur 14. maí kl. 20.30
• Miðvikudagur 17. maí kl. 20.30
• Föstudagur 19. maí kl. 20.00
• Laugardagur 20. maí kl. 20.00

Miðaverð er kr. 2.500.-
Afsláttarmiði kr. 2.000,- eldri borgarar og öryrkjar.
Frítt fyrir börn 12 ára og yngri.
Miðapantanir í síma 867 1604 og leikfelagfljotsdalsherads@gmail.com