Miðvikudaginn 24. maí 2017 verður Alþjóðlegi rathlaupadagurinn haldinn um allan heim, en markmið dagsins er að hvetja til hreyfingar úti í náttúrunni á skemmtilegan hátt og kynna rathlaupaíþróttina.
Rathlaup er hlaupaíþrótt sem stunduð er á opnum svæðum, bæði innan borgarmarka og utan þeirra. Þátttakendur fá kort af hlaupasvæðinu og eiga að fara á milli stöðva með aðstoð þess. Rathlaup er frábær skemmtun sem reynir allt í senn á hreyfingu, umhverfisvitund, rötun og samvinnu. Þátttakendur í rathlaupum geta tekið þátt á sínum eigin forsendum, enda ekki nóg að vera fljótur að hlaupa, heldur þarf að æfa rötun og kortalestur jafnóðum og þrek, úthald og tækni er æfð.
Í tilefni Alþjóðlega rathlaupadagsins verða settar upp í Selskógi nokkrar mismunandi brautir svo allir, jafnt börn sem fullorðnir, ættu að finna braut við sitt hæfi. Upphafsstaður rathlaupsins í Selskógi verður við útileikhúsið.
Hér er hægt að finna upplýsingar um viðburðinn í Selskógi.
Hér er hægt að finna upplýsingar um rathlaup.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.