Úrvinnslu umsókna í ofangreint starf er lokið og hefur verið ákveðið að ráða Gunnlaug Rúnar Sigurðsson í starfið.
Gunnlaugur Rúnar lauk prófi í byggingarfræði frá VIA- Universitet í Horsens, ásamt því að hafa stundað nám í landmælingum og kortagerð frá sama skóla. Einnig hefur hann sveinspróf og meistararéttindi í húsasmíði og er með löggildingu sem hönnuður skv. 25. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010.
Frá árinu 2011 hefur Gunnlaugur Rúnar starfað hjá sveitarfélagi Hornafjarðar fyrst sem skipulags- og byggingarfulltrúi og nú síðasta árið sem byggingarfulltrúi. Á þeim tíma hefur hann haldið utan um heildar endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins og stýrt gerð fjölda deiliskipulaga svo eitthvað sé nefnt.
Gunnlaugur Rúnar hefur reynslu af stjórnun verkefna og sem verkstjóri hjá Íslenskum aðalverktökum.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.