Breytingar verða á réttindaöflun sjóðfélaga í A deild Brúar lífeyrissjóðs frá og með 1. júní næstkomandi. Breytingarnar hafa mismunandi áhrif á sjóðfélaga og eru þær gerðar vegna breytinga á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Hefur sú lagabreyting áhrif á A deild Brúar lífeyrissjóðs.
Eftirfarandi breytingar verða eftir 1. júní 2017:
Réttindaávinnsla A deildar er breytt úr jafnri réttindaávinnslu yfir í aldurstengda réttindaávinnslu.
Lífeyrisaldur samræmdur við almennan vinnumarkað og verður 67 ár.
A deild er viðhaldið en þeir sem greiða áfram iðgjald til sjóðsins fara yfir í aldurstengda réttindaávinnslu en mismunur á réttindum í jafnri og aldurstengdri ávinnslu er mætt með sérstöku framlagi, lífeyrisauka, sem launagreiðendur greiða inn til sjóðsins.
Auk framlags í lífeyrisaukasjóð greiða launagreiðendur framlag í jafnvægissjóð sem er nýttur til að koma áfallinni stöðu A deildar í jafnvægi þann 31.maí 2017
Nýir sjóðfélagar frá 1. júní 2017 fara í aldurstengda réttindaávinnslu.
Launagreiðendur greiða einnig til sjóðsins framlag í varúðarsjóð.
Mótframlag launagreiðanda lækkar úr 12% í 11,5% þann 1. júní 2017.
Réttindi þeirra sem byrjaðir eru á lífeyri þann 31. maí 2017 og þeirra sem verða 60 ára á sama tíma verða ekki skert eða aukin þó svo til skerðingar eða réttindaaukningar komi hjá öðrum sjóðfélögum. Launagreiðendur gera sérstaklega upp fjárhagsleg áhrif vegna þessara sjóðfélaga við sjóðinn.
Sjá nánar um breytingu á A deild hér.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.