Opinn kynningarfundur um hugmyndir um verndarsvæði í byggð á Egilsstöðum, skv. lögum nr. 87/2015, verður haldinn á Hótel Héraði fimmtudaginn 25. janúar klukkan 17.
Á fundinum kynnir Guðný Gerður Gunnarsdóttir frá Minjastofnun Lög um verndarsvæði í byggð og fer yfir markmið þeirra, ferli og mögulegan ávinning.
Þá kynnir Unnur Birna Karlsdóttir frá Stofnun Rannsóknasetra HÍ hugmyndir, sem hún vann fyrir sveitarfélagið, að verndarsvæði í byggð. Svæðið afmarkast af svæði vestan Tjarnarbrautar á milli Tjarnarbrautar að hluta og Lagaráss að hluta og þar innan Selás að hluta og Laufás allur.
Að yfirferð þeirra lokinni munu þær ásamt fulltrúum sveitarfélagsins taka þátt í umræðum og svara fyrirspurnum.
Allir eru velkomnir á fundinn en íbúar svæðisins sem hugmyndirnar fjalla um eru hvattir til að mæta.
Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.