- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Opinn kynningarfundur um hugmyndir um verndarsvæði í byggð á Egilsstöðum, skv. lögum nr. 87/2015, verður haldinn á Hótel Héraði fimmtudaginn 25. janúar klukkan 17.
Á fundinum kynnir Guðný Gerður Gunnarsdóttir frá Minjastofnun Lög um verndarsvæði í byggð og fer yfir markmið þeirra, ferli og mögulegan ávinning.
Þá kynnir Unnur Birna Karlsdóttir frá Stofnun Rannsóknasetra HÍ hugmyndir, sem hún vann fyrir sveitarfélagið, að verndarsvæði í byggð. Svæðið afmarkast af svæði vestan Tjarnarbrautar á milli Tjarnarbrautar að hluta og Lagaráss að hluta og þar innan Selás að hluta og Laufás allur.
Að yfirferð þeirra lokinni munu þær ásamt fulltrúum sveitarfélagsins taka þátt í umræðum og svara fyrirspurnum.
Allir eru velkomnir á fundinn en íbúar svæðisins sem hugmyndirnar fjalla um eru hvattir til að mæta.
Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs