Dagana 31. janúar – 20. febrúar 2018 fer fram vinnustaðakeppni Lífshlaupsins, en í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni hreyfingu og auka hana eins og kostur er, t.d. með vali á ferðamáta og í frítíma.
Á Austurlandi etja bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs og Fjarðabyggðar kappi og berjast til sigurs. Hittust þeir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, og Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, á dögunum og innsigluðu keppnina, en báðir ætla sér stórkostlega hluti með sínum liðum.
Hefur Þjónstusamfélagið á Héraði hvatt aðila á Héraði til að taka þátt í Lífshlaupinu með virkum og áberandi hætti, en hægt er að skora á önnur fyrirtæki og þannig efla heilbrigða samkeppni á öðrum vettvangi en vanalega.
Óhætt er að hvetja alla til að taka þátt í Lífshlaupinu, en hægt er að sjá allt um verkefnið á Lífshlaupið.is og nánari upplýsingar og ráðleggingar um hreyfingu má finna á heimasíðu Embættis landlæknis.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.