Ráðið í tvær af þrem nýjum stöðum

Á fundi undirbúningsstjórnar um sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem haldinn var þriðjudaginn 21. júlí 2020 var samþykkt að ganga til samninga við Hugrúnu Hjálmarsdóttur um starf framkvæmda- og umhverfisstjóra og Sigrúnu Hólm Þórleifsdóttur um starf verkefnastjóra mannauðsmála í sameinuðu sveitarfélagi. Framangreindir einstaklingar eru valdir úr hópi hæfra umsækjenda.

Ekki liggur fyrir ákvörðun varðandi ráðningu í starf verkefnastjóra rafrænnar stjórnsýslu að svo stöddu.