- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Í desember fór af stað tilraunaverkefni á vegum Umhverfisstofnunar og Úrvinnslusjóðs sem fólst í því að setja sérstaka söfnunarkassa í nokkrar verslanir á landinu, m.a. Bónus og Nettó á Egilsstöðum. Kassarnir eru hannaðir til að taka á móti rafhlöðum, ljósaperum og litlum raftækjum, allt upp í brauðristar og miðlungsstórar fartölvur.
Markmiðið er að kanna hvort íbúar skili meira magni þegar söfnunin er í daglegu umhverfi þeirra ásamt því að koma þeim skilaboðum til íbúa að þessir hlutir eigi alls ekki heima í almennu rusli.
Nánar má sjá um málið hér á vef Umhverfisstofnunar.