Fréttir

Múlaþing vinsælasta nafnið

Samhliða forsetakosningum sem haldnar voru 27. júní gátu íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar tekið þátt í könnun á nafni á nýju sameinuðu sveitarfélagi. Nafnið Múlaþing fékk flest atkvæði hjá íbúum, 16 ára og eldri, sem tóku þátt í könnuninni. Niðurstaðan er ráðgefandi fyrir nýja sveitarstjórn sem tekur til starfa í október, en hún sendir þá tillögu sína til sveitarstjórnarráðherra til endanlegrar ákvörðunar.
Lesa

Sumarleyfi bæjarstjórnar 2020 og sumarlokun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs

Bæjarstjórn hefur samþykkt að sumarleyfi bæjarstjórnar 2020 verði frá fundi bæjarstjórnar 18. júní og til og með 11. ágúst og mun bæjarráð fara með fullnaðarafgreiðsluheimild mála þann tíma, sbr. 5. mgr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarfrí verður 19. ágúst.
Lesa