Múlaþing vinsælasta nafnið
01.07.2020
kl. 14:53
Samhliða forsetakosningum sem haldnar voru 27. júní gátu íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar tekið þátt í könnun á nafni á nýju sameinuðu sveitarfélagi. Nafnið Múlaþing fékk flest atkvæði hjá íbúum, 16 ára og eldri, sem tóku þátt í könnuninni. Niðurstaðan er ráðgefandi fyrir nýja sveitarstjórn sem tekur til starfa í október, en hún sendir þá tillögu sína til sveitarstjórnarráðherra til endanlegrar ákvörðunar.
Lesa