Vegna sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar sem fram fara þann 19. september og utankjörfundaratkvæðagreiðslna sem hefjast 25. júlí nk. geta þeir námsmenn sem áttu síðast skráð lögheimili á Íslandi í umræddum sveitarfélögum sótt um að vera teknir á kjörskrá. Athugið að umsóknin gildir eingöngu fyrir þessar einu kosningar.
Tilkynninguna skal senda rafrænt á eyðublaðinu K-101 sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar www.skra.is.
Tilskilið er að framvísa staðfestingu á námsvist. Gert er ráð fyrir því að makar og skyldulið námsmanna tilkynni sig á sama hátt með tilvísun í viðkomandi námsmann.
Nánari upplýsingar í síma 515-5300 eða með tölvupósti á skra@skra.is.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.