Tilboð óskast í verk

Sláturhúsið fyrir nokkrum árum síðan
Sláturhúsið fyrir nokkrum árum síðan

Fljótsdalshérað auglýsir eftir tilboðum í þakklæðningar og burðarvirki í Sláturhúsinu menningarmiðstöð á Egilsstöðum.

Helstu magntölur eru ca.:

  • Endurnýjun á öllu þakjárni og pappa 725 m²
  • Endurnýjun á þaksperrum 450 m
  • Timburklæðningar 550m²
  • Stálstyrkingar og þakrammar 9500 kg
  • Steypa 39 m³

Gögn verða afhent rafrænt frá skrifstofu Eflu frá og með 21. júlí 2020.

Tilboð verða opnuð á skrifstofu Fljótsdalshéraðs 18. ágúst 2020 klukkan 14.

Upplýsingar veiti Óli Metúsalemsson sími 412 6530, netfang: oli.metusalemsson@efla.is.

Verkinu skal vera lokið 1. febrúar 2021.