Fréttir

Fljótsdalshérað hefur fengið jafnlaunavottun

Þann 12. ágúst sl. gaf Jafnréttisstofa út heimild til handa Fljótsdalshéraði til að nota jafnlaunamerkið sem þau fyrirtæki og stofnanir mega gera sem fengið hafa jafnlaunavottun hjá þar til bærum aðilum
Lesa

Breyting á stjórnskipulagi Fljótsdalshéraðs

Í framhaldi af því að Stefán Bragason, skrifstofu- og starfsmannastjóri, óskaði eftir því að minnka starfshlutfall sitt frá og með byrjun ágústmánaðar í ár hefur verið ákveðið að gera eftirfarandi breytingar á stjórnskipulagi sveitarfélagsins.
Lesa

Undirskriftasöfnun vegna Fjarðarheiðarganga á Seyðisfirði og Fljótsdalshéraði

Á næstu dögum mun fólk frá Blakdeild Hugins og fimleika- og körfuboltadeild Hattar ganga í hús á Seyðisfirði og á Egilsstöðum og Fellabæ til þess að safna undirskriftum til stuðnings Fjarðarheiðargöngum. Óskað verður eftir því að 18 ára og eldri riti nafn sitt undir áskorun bæjarstjórnar Seyðisfjarðarkaupstaðar.
Lesa

Tour de Ormurinn á laugardaginn

Tour de Ormurinn hjólreiðakeppnin, sem haldin hefur verið frá árinu 2012 á Fljótsdalshéraði og í Fljótsdalshreppi, fer að þessu sinni fram laugardaginn 10. ágúst og eru rás- og endamark á Egilsstöðum. Hægt er að skrá sig í keppnina til 9. ágúst.
Lesa

Hálslón komið á yfirfall

Nú er Hálslón orðið fullt og Jökulsá komin á yfirfall. Má því ætla að hún haldi sínum gamalkunna jökullit eitthvað fram eftir hausti, eða þar til innrennsli í lónið nær jafnvægi. Íbúar og ferðamenn eru beðnir um að hafa þetta í huga á ferðum sínum við Jölulsá á Dal.
Lesa

Litla hafmeyjan í Tjarnargarðinum 2. ágúst

Litla hafmeyjan syndir til okkar á Egilsstaði um helgina og verður sýningin í Lómatjarnargarði föstudaginn 2. ágúst klukkan 18:00. Það er því um að gera að grípa með sér teppi til að sitja á, nesti að maula og myndavél til að taka myndir með persónunum eftir sýninguna. Miðaverð er 2.500 krónur, frítt fyrir 2ja ára og yngri.
Lesa

Sumarlokun bæjarskrifstofu

Minnt er á að hefðbundin sumarlokun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs er frá og með mánudeginum 22. júlí og til og með mánudagsins 5. ágúst. Á þeim tíma verða flestir starfsmenn skrifstofunnar í sumarleyfi. Þó verður svarað í síma á hefðbundnum opnunartíma skrifstofunnar og reynt að greiða úr brýnustu erindum.
Lesa

Sumarlokun bæjarskrifstofu

Hefðbundin sumarlokun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs verður frá og með mánudeginum 22. júlí og til og með mánudagsins 5. ágúst. Þó verður svarað í síma á hefðbundnum opnunartíma skrifstofunnar og reynt að greiða úr brýnustu erindum.
Lesa

Lokanir vegna sumarhátíðar

Vegna sumarhátíðar verður ssundlauginn og stígar í Selskógi lokuð á meðan keppni stendur Vegna sumarhátíðar UÍA verður sundlaugin lokuð til kl. 13:00 laugardaginn 13. Júlí. Sundmótið mun standa yfir frá kl. 9:00 til 13:00 og strax og því er lokið verður sundlaugin opnuð almenningi. Einnig verður stígum í Selskógi lokað á meðan fjallahjólakeppni stendur
Lesa

Metþáttaka í Urriðavatnssundi

Urriðavatnssundið 2019 fer fram 27. júlí. Að venju verður ræst í víkinni við starfsstöð Hitaveitu Egilsstaða og Fella sunnan við vatnið. Í ár verða 2 sundleiðir, 500 m skemmti- og ungmennasund en núna verður ungmennum á aldrinum 12-17 ára í fyrsta sinn gefinn kostur á formlegri þátttöku. Aldrei hafa fleiri verið skráðir til keppni, en samtals eru rúmlega 250 manns skráðir, þar af 240 í Landvættasundið.
Lesa