Fréttir

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 8. maí

294. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 8. maí 2019 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Hjólað í vinnuna 2019 hefst 8. maí

Á vorin getum við treyst á tvennt: lóan kemur til að kveða burt snjóinn og Hjólað í vinnuna vekur upp keppnisandann og -gleðina. Í ár, líkt og áður, stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands fyrir heilsu- og hvatningarverkefninu Hjólað í vinnuna. Í ár fer verkefnið fram frá 8. til 28. maí, en hægt er að skrá sig fram á síðasta dag.
Lesa

Málþing um Egilsstaðaflugvöll

Málþingið Ferðalag ferðamannsins og fisksins að austan verður haldið í Valaskjálf mánudaginn 6. maí kl. 14.00 – 16.30. Á fundinum verður fjallað um tækifærin í Egilsstaðaflugvelli.
Lesa

Áfangastaðurinn Austurland – Hver er þessi staður?

Í dag föstudaginn 3. maí, klukkan 12 – 13 verður haldinn „súpufundur“ um Áfangastaðinn Austurland, á Hótel Héraði. Fundurinn er haldinn á vegum atvinnu- og menningarnefndar. Fljótsdalshéraðs. Fluttar verða tvær stuttar framsögur en síðan er gert ráð fyrir umræðum.
Lesa

List án landamæra á Austurlandi

Tvær opnanir verða í tilefni hátíðarinnar List án landamæra 2019 á Austurlandi. Önnur verður í Sláturhúsinu á Egilsstöðum miðvikudaginn 8. maí klukkan 18 og hin í Gallerí Klaustri, Skriðuklaustri laugardaginn 11. maí klukkan 14. Nemendur af listnámsbraut ME sjá um skipulagningu hátíðarinnar í ár undir leiðsögn kennslustjóra brautarinnar, Ólafar Bjarkar Bragadóttur.
Lesa

Þjóðleikur 10 ára - í Sláturhúsinu

Í ár er 10 ára afmæli Þjóðleiks, leiklistarhátíð ungs fólks, sem haldin er annað hvert ár á landsbyggðinni í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Fimm leikhópar frá Egilsstöðum, Neskaupsstað, Reyðarfirði og Seyðisfirði sýna afraksturinn í Sláturhúsinu fimmtudaginn 2. maí
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 17. apríl

293. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 17. apríl 2019 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Plokkað fyrir Eyþór

Laugardaginn 13. apríl ætla íbúar Fljótsdalshéraðs að koma saman og „Plokka fyrir Eyþór“, um er að ræða fjáröflunarviðburð til styrktar Eyþóri Hannessyni, hlaupara og plokkara.
Lesa

Skólahreysti í Íþróttamiðstöðinni

Hið árlega Skólahreysti 2019 fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum í dag, miðvikudaginn 10. apríl milli kl. 13.00 og 15.00. Skólahreysti er liðakeppni milli grunnskóla landsins og í dag eru það grunnskólarnir á Austurlandi sem keppa sín á milli. Sigurliðið tekur síðan þátt í úrslitakeppninni sem fram fer í Laugardalshöllinni í Reykjavík 8. maí.
Lesa

Ungmennaþing

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs hélt sitt árlega ungmennaþing 4. apríl 2019 í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Var yfirskrift þingsins í ár „Ég vil móta mína eigin framtíð“ og sóttu það ríflega 100 ungmenni.
Lesa