Skólahreysti í Íþróttamiðstöðinni

Mynd frá skólahreysti
Mynd frá skólahreysti

Hið árlega Skólahreysti 2019 fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum í dag, miðvikudaginn 10. apríl milli kl. 13.00 og 15.00. Skólahreysti er liðakeppni milli grunnskóla landsins og í dag eru það grunnskólarnir á Austurlandi sem keppa sín á milli.  Sigurliðið tekur síðan þátt í úrslitakeppninni sem fram fer í Laugardalshöllinni í Reykjavík 8. maí.