Í dag föstudaginn 3. maí, klukkan 12 – 13 verður haldinn „súpufundur“ um Áfangastaðinn Austurland, á Hótel Héraði. Fundurinn er haldinn á vegum atvinnu- og menningarnefndar. Fljótsdalshéraðs. Fluttar verða tvær stuttar framsögur en síðan er gert ráð fyrir umræðum.
Áfangastaðurinn Austurland
María Hjálmarsdóttir verkefnastjóri hjá Austurbrú Gerð verður grein fyrir hvað Áfangastaðurinn Austurland er.
Reynt verður að svara því hvert hlutverk atvinnulífsins er í þessari áætlun og hvernig það getur nýtt sér áfangastaðaáætlun sem gerð hefur verið.
Úrbótaganga
María Hjálmarsdóttir verkefnastjóri hjá Austurbrú og Freyr Ævarsson verkefnastjóri umhverfismála hjá Fljótsdalshéraði
Gerð verður grein fyrir s.k. úrbótagöngu sem fyrirhuguð er í vor. Hún er liður í áfangastaðaáætlun Austurlands og er ætlað að laga og bæta ásýnd okkar nánasta umhverfis með samstilltu átaki íbúa, fyrirtækja og sveitarfélags.
Umræður og fyrirspurnir
Hægt verður að kaupa matarmikla súpu með nýbökuðu brauði sem kostar 1.300 krónur.
Atvinnu- og menningarnefnd Fljótsdalshéraðs
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.