Fréttir

Opið hús um virkjun Geitdalsár

Arctic Hydro vinnur að undirbúningi virkjunar í Geitdalsá á Fljótsdalshéraði. Um er að ræða allt að 9,9 MW virkjun sem myndi tengjast dreifikerfi Landsnets við Hryggstekk um jarðstreng. Af því tilefni verður opið hús í Félagsheimilinu á Arnhólsstöðum í Skriðdal 26.mars frá 14 til 18.
Lesa

Styrkir íþrótta- og tómstundanefndar auglýstir

Íþrótta- og tómstundanefnd Fljótsdalshéraðs auglýsir til umsóknar styrki til íþrótta- og tómstundastarfs með umsóknarfrest til og með 15. apríl 2019.
Lesa

Dagskrá 291. bæjastjórnarfundar

291. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 20. mars 2019 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu.
Lesa

Framkvæmdaleyfi fyrir Kröflulínu 3

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum þann 6. mars sl. að veita framkvæmdaleyfi til Landsnets vegna Kröflulínu 3 innan sveitarfélagamarka Fljótsdalshéraðs. Leyfið er gefið út á grundvelli umhverfismats Kröflulínu 3 og Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028, sbr. breytingu vegna Kröflulínu 3 sem tók gildi þann 25. febrúar 2019.
Lesa

Íbúafundir um sameiningartillögur

Íbúum Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar er boðið til íbúafunda til að móta tillögur að nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Markmið fundanna er að heyra sjónarmið íbúa áður en tillögur verða fullmótaðar.
Lesa

Langar þig að vinna við listsköpun í sumar?

Sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað leita að ungu fólki sem fætt er á árunum 1996 til 2002 til að taka þátt í skapandi starfi í allt að níu vikur á tímabilinu 3. júní til 16. ágúst 2019.
Lesa

Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2018

Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2018 lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs þann 6. mars 2019 samþykktur og áritaður af bæjarráði og bæjarstjóra. Samkvæmt sveitarstjórnalögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og er áætlað að síðari umræða fari fram miðvikudaginn 20. mars 2019.
Lesa

Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028, Geitdalsvirkjun

Fljótsdalshérað auglýsir eftirfarandi verkefnislýsingu fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 – 2028, Geitdalsvirkjun.
Lesa

Oddhvassir blýantar í Sláturhúsinu

Kvenréttindafélag Íslands í samstarfi við franska sendiráðið og Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs bjóða upp á sýninguna Oddhvassir blýantar, sem er alþjóðleg skopmyndasýning og fjallar um bæði kvenréttindi og málfrelsi. Sýningin verður opnuð 8. mars klukkan 17.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 6. mars

290. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 6. mars 2019 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa