- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Íþrótta- og tómstundanefnd Fljótsdalshéraðs auglýsir til umsóknar styrki til íþrótta- og tómstundastarfs með umsóknarfrest til og með 15. apríl 2019.
Fljótsdalshérað veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til íþrótta- og tómstundatengdra verkefna. Við mat á umsóknum er æskulýðsstefna og jafnréttisstefna Fljótsdalshéraðs höfð til hliðsjónar.
Afgreiðsla styrkumsókna liggur fyrir 3. maí 2019. Styrkir eru einungis greiddir út á því ári sem þeir eru veittir og færast ekki á milli ára nema sérstaklega sé um það samið. Næst verður auglýst í október, með umsóknarfrest 15. október 2019.
Umsækjendur er hvattir til að kynna sér reglur um úthlutun styrkja íþrótta- og tómstundanefndar. Þar má jafnframt sækja um styrk á rafrænu eyðublaði.
Athugið að hér er ekki um að ræða tómstundaframlag fyrir börn og unglinga, þær reglur og umsóknareyðublöð eru þó einnig að finna hér á vefsíðunni.